Um
Okkur

sagan okkar

Sign

Skartgripafyrirtækið Sign var stofnað árið 2004 af gullsmiðnum Inga (Sigurði Inga Bjarnasyni). Hjá Sign hefur Ingi sinnt jöfnum höndum smíði og hönnun skartgripa og skúlptúra.

Fyrirtækið er í dag eitt helsta kennileiti í íslenskri hönnun og smíði skartgripa, vegna þess góða starfsfólks sem þar vinnur og hugmyndaauðgi þess.

 

 

Starfsfólk Sign er í störfum sínum drifið áfram af sköpunarþörf og listrænum metnaði og leggur sig fram við að veita viðskiptavinum sínum góða þjónustu. Andagiftin skilar líka sínu og helsta skáldagyðja Sign, íslenska náttúran, leggur þeim síðan línurnar í framsækinni starfsemi Sign.

Verkstæðið er staðsett við smábátahöfnina í Hafnarfirði þar sem fer fram hönnun og smíði á skartgripum Sign.

“Íslensk náttúra er okkar helsta andagyðja.”