1. Skilaréttur
1.1) Hægt er að skipta vörum hjá okkur innan 10.daga frá því að varan er afhent.
1.2) Varan skal vera ónotuð og skilast í þeim umbúðum sem hún var afhent í. Ef vöru er skilað er hægt að velja um inneignarnótu eða val um aðra vöru eða viðgerðarþjónustu.
2. Verð
2.1) Öll verð eru með 24 % virðisaukaskatti við áskiljum okkur fullan rétt vegna fyrirvaralausra verðbreytinga svo og vegna prentvillna á netsíðu okkar Sign.is
3. Upplýsingar um seljanda
3.1) SIGN ehf kt : 490309-0980 VSK- númer 100815. Fornubúðir 12 , 220 Hafnarfjörður.
3.2) Fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á skartgripum ásamt viðgerðarþjónustu á skartgripum.
4. Greitt á netinu
4.1) Hægt er að greiða með Visa-og Mastercard
4.2) Einnig er hægt að greiða með Netgíró, þeirra skilmála má finna á netgiro.is
5. Ábyrgð
5.1) Hjá okkur er 1 árs ábyrgð á öllum vörum.
5.2) Sérfræðingar meta hvort um galla eða óhapp sé um að ræða.
5.3) Ef að um eigin framleiðslu er að ræða meta gullsmiðir SIGN vöruna.
5.4) Ef að um erlenda vöru er að ræða meta erlendir sérfræðingar vöruna.
6. Afhending
6.1) Frí heimsending um land allt með Íslandspósti.
6.2) Tími frá pöntun til afhendingar vöru sem til er á lager er um 2-4 virkir dagar.
6.3) Afhending á skartgripum sem ekki eru til á lager heldur sérsmíðaðir eftir pöntun geta tekið u.þ.b 2-3 vikur.
6.4) Kaupandi ber ábyrgð á að ganga úr skugga um að gefa upp rétt heimilisfang við pöntun.
6.5) Kaupandi fær skilaboð í tölvupósti þegar við afgreiðum vöruna frá okkur.
7. Upplýsingar Viðskiptavina
7.1) Við pöntun fyllir kaupandi út upplýsingar s.s.nafn, tölvupóstfang og heimilisfang og símanúmer.
7.2) Við pöntun samþykkir kaupandinn að þessar upplýsingar fari í viðskiptavinagagnagrunn okkar.
7.3) Sign ábyrgist að farið sé með þessar upplýsingar sem trúnaðarmál og þær verði ekki látnar öðrum í té.
8. Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur